Íslenski boltinn

Tveimur leikjum í Pepsi-deild karla frestað

Fresta þurfti leikjum KR og Blika annarsvegar og leik Keflavíkur og Fjölnis í Pepsi-deild karla sem áttu að fara fram í kvöld um sólarhring vegna veðurs en félögin komust að samkomuagli um þetta.

KR-ingar þurfa að bíða lengur eftir fyrsta heimaleik sumarsins. Fréttablaðið/Sigtryggur

KSÍ tilkynnti nú áðan að leikjum KR og Breiðablik annarsvegar og hinsvegar leik Keflavíkur og Fjölnis hefði verið frestað vegna veðurs.

Fara leikirnir fram annað kvöld en félögin komust að samkomulagi um þetta fyrr í dag.

Fara því fjórir leikir fram á morgun en aðeins tveir í kvöld þegar Fylkismenn taka á móti ÍBV í Egilshöll og FH mætir KA í Kaplakrika.

FH getur því jafnað Blika að stigum í kvöld en Blikar eru með fullt hús stiga að þremur umferðum loknum áður en þeir halda í Frostaskjólið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Íslenski boltinn

HK náði fimm stiga forskoti á Þór

Íslenski boltinn

ÍBV færist nær fjórða sætinu

Auglýsing

Nýjast

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Hópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi klár

Auglýsing