Íslenski boltinn

Tveimur leikjum í Pepsi-deild karla frestað

Fresta þurfti leikjum KR og Blika annarsvegar og leik Keflavíkur og Fjölnis í Pepsi-deild karla sem áttu að fara fram í kvöld um sólarhring vegna veðurs en félögin komust að samkomuagli um þetta.

KR-ingar þurfa að bíða lengur eftir fyrsta heimaleik sumarsins. Fréttablaðið/Sigtryggur

KSÍ tilkynnti nú áðan að leikjum KR og Breiðablik annarsvegar og hinsvegar leik Keflavíkur og Fjölnis hefði verið frestað vegna veðurs.

Fara leikirnir fram annað kvöld en félögin komust að samkomulagi um þetta fyrr í dag.

Fara því fjórir leikir fram á morgun en aðeins tveir í kvöld þegar Fylkismenn taka á móti ÍBV í Egilshöll og FH mætir KA í Kaplakrika.

FH getur því jafnað Blika að stigum í kvöld en Blikar eru með fullt hús stiga að þremur umferðum loknum áður en þeir halda í Frostaskjólið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Birkir Már jafnar leikjafjölda Eiðs Smára í dag

Íslenski boltinn

Þessir byrja gegn Eistlandi

Íslenski boltinn

Ár frá síðasta sigrinum

Auglýsing

Nýjast

Íslandi dugar jafntefli í dag

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

Auglýsing