Fram kemur í frétt inni á heimasíðu knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, að næstu tveimur leikjum kvennaliðs Fylkis í knattspyrnu á Íslandsmótinu hafi verið frestað. Er þetta gert þar sem smit greindist hjá leikmanni í leikmannahópi liðsins í gær.

Þar sem leikmenn meistaraflokks kvenna hjá Fylki hafa verið settir í sóttkví, hefur eftirfarandi leikjum Fylkisliðsins á Íslandsmótinu verið frestað.

Þór/KA – Fylkir 30. júní kl. 18.00
Fylkir – ÍBV 6. júlí kl. 18.00

Mótanefnd KSÍ hefur ekki ákveðið nýja dagsetningu á þessa tvo leiki en næstu leikjum Breiðabliks og KR í mótinu hefur einnig verið frestað vegna smits hjá leikmanni Blika og sóttkvíar leikmannahópa fyrrgreindra liða.