Indverjinn Vinod Kumar var í gær dæmdur í tveggja ára bann af Ólympíunefndinni fyrir að hafa skráð vitlausa fötlun í aðdraganda Ólympíuleika fatlaðra á síðasta ári. Áður var búið að dæma köst hans í kringlukasti ógild.

Kumar keppti í flokki T52, flokki einstaklinga með vöðvarýrnun (e. impaired muscle power), takmarkað hreyfigetu (e. restricted range of movement), mislanga útlimi eða skort á útlimum og var með þriðja besta kastið upp á 19,91 metra.

Eftir að keppni var lokið barst kvörtun um að Kumar sem notast við hjólastól hefði ekki keppt í réttum flokki. Samkvæmt reglunum er gerð krafa um að einstaklinga sem keppi í F52 séu með takmarkaðan styrk í fingrum eða liðamótum ef axlir, úlnliður og olnboginn er í lagi.

Við nánari skoðun á köstum Kumars hafi komið í ljós að hann hafi ekki verið að glíma við þessi vandamál og var hann því dæmdur úr leik og Aigars Apinis hlaut bronsverðlaunin.

Í dag var ákveðið að Kumar skyldi dæmdur í tveggja ára bann frá keppni og getur hann því tekið þátt í næstu Ólympiuleikum.