Íslenski boltinn

Tvær sviðsmyndir mögulegar

Starfshópur ríkisstjórnar Íslands, borgarráðs og KSÍ kynnti í gær niðurstöður úr hugmyndavinnu sinni varðandi framkvæmdir við þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu í Laugardalnum. Þar kom fram að tveir möguleikar væru í stöðunni varðandi leikvanginn.

Laugardalsvöllur lítur svona út eins og sakir standa. Fréttablaðið/Getty

Fram kom í niðurstöðum starfshóps sem skipaður var af ríkisstjórn Íslands, borgarráði og KSÍ um framkvæmdir við þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu að tvær sviðsmyndir væru mögulegar fyrir leikvanginn.

Annars vegar opinn knattspyrnuvöllur eða fjölnotaleikvangur með opnanlegu þaki. Báðir leikvangar gera ráð fyrir því að vera með stúku umhverfis völlinn. 

Opni knattspyrnuvöllurinn myndi taka 17.500 manns í sæti, uppfylla alþjóðlega kröfur sem gerðar eru til knattspyrnuleikvanga og gera Ísland samkeppnishæft hvað það varðar að halda knattspyrnuleiki.

Hins vegar yrði ekki mögulegt að leika knattspyrnuleiki á alþjóðlegum vettvangi allan ársins hring á opnum knattspyrnuvelli og fram kemur í niðurstöðum starfshópsins að færa mætti rök fyrir því að réttlætanlegra sé að opinberir aðilar beri kostnað af opnum knattspyrnuvelli.  

Ákvörðun verður tekin í lok árs 2018

Fjölnotaleikvangurinn myndi aftur á móti rúma 20.000 manns í sæti og vera með opnanlegu þaki. Fjölntaleikvandur myndi tryggja að fullu keppnisaðstöðu fyrir knattspyrnu allan ársins hring.

Þá myndi fjölnotaleikvangur þar að auki gera aðstöðu til viðburðahalds á Íslandi með því besta sem þekkist í heiminum. Þar af leiðandi gæti fjölnotaleikvangur gefið færi á auknum tekjum vegna annarra viðburða sem annars gætu ekki farið fram á Íslandi. 

Eins og áður segir er það mat starfshópsins að erfitt sé að færa rök fyrir því að opinberir aðilar myndu einir bera straum af kostnaði við fjölnotaleikjang. Því þyrfti að öllum líkindum aðkomu einkaaðila til þess að ráðast í það að byggja fjölnotaleikvang. 

Gert er ráð fyrir því að undirbúningsfélag sem stofnað hefur verið um framkvæmdir við þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu við Laugardal ljúki undirbúningi fyrir ákvörðun í lok árs 2018. Það verður spennandi að sjá hvaða ákvörðun undirbúningsfélagið tekur og í hvaða farveg téðar framkvæmdir far.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Íslenski boltinn

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

Fótbolti

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Auglýsing

Nýjast

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Stjarnan skoraði níu í Árbænum og er komin í bikarúrslit

Ronaldo á vinsælustu íþróttamynd í sögu Instagram

Var sendur heim og afþakkaði svo silfurmedalíu

Auglýsing