Það verða ný and­lit sem leika til úr­slita á Opna banda­ríska meistara­mótinu í tennis en þetta verður í fyrsta sinn í 22 ár sem báðir þátt­tak­endur úr­slita­leiksins eru yngri en tví­tugar.

Emma Radu­canu og Leylah Fernandez leika til úr­slita en þær eru báðar fæddar árið 2002 og fagnaði Fernandez ní­tján ára af­mæli sínu á dögunum.

Áður en Opna banda­ríska hófst var Fernandez í 73. sæti á heims­listanum í tennis og Radu­canu sem er að keppa í öðru stór­móti ferilsins í 150. sæti heims­listans.

Um leið er Radu­canu fyrsta konan til að komast í úr­slit á risa­móti í tennis eftir að hafa þurft að leika í úr­töku­móti (e. qu­alifi­ers) til þess að komast inn á mótið.