KKÍ tilkynnti í morgun að Pavel Ermolinskij og Ægir Þór Steinarsson hefðu þurft að draga sig úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Kósovó á fimmtudaginn.

Ísland hefur undankeppnina fyrir HM 2023 næsta fimmtudag gegn Kósovó ytra áður en Strákarnir okkar mæta Slóvakíu á heimavelli um næstu helgi.

Fyrir var ljóst að Martin Hermannsson, Haukur Helgi Pálsson, Jón Axel Guðmundsson, Elvar Már Friðriksson og Kristófer Acox gátu ekki gefið kost á sér.

Nú er það komið á hreint að Pavel og Ægir geta ekki gefið kost á sér en þeir voru meðal reynslumestu leikmanna liðsins.

Í þeirra stað koma Ólafur Ólafsson sem leikur með Grindavík og Ragnar Nathanaelsson, miðherji Vals.