Pavel Ermolinskij og Ægir Þór Steinarsson koma inn í lið Íslands fyrir leikinn gegn Slóvakíu í undankeppni HM í kvöld.

Þeir voru í hópnum sem átti að fara til Kósovó í síðustu viku en þurftu að draga sig út úr hópnum af persónulegum ástæðum.

Pavel er næst reynslumesti leikmaður hópsins í kvöld en hann á að baki 72. leiki fyrir Ísland. Aðeins Hörður Axel Vilhjálmsson (83) hefur leikið fleiri.

Þá er Ægir afar reynslumikill en hann á að baki 61 leiki fyrir íslenska landsliðið.