Fótbolti

Tuttugu ár síðan Ísland mætti heimsmeisturum

​Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur aðeins einu sinni áður mætt ríkjandi heimsmeisturum. Þann 5. september mættust Ísland og Frakkland á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2000, tveimur mánuðum eftir að Frakkar tryggðu sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil með 3-0 sigri á Brasilíumönnum á Stade de France.

Guðjón Þórðarson tekur á móti Ríkharði Daðasyni fagnandi eftir að Ríkharður skoraði fyrsta mark leiksins gegn Frökkum 1998. Mynd/Hilmar Þ. Guðmundsson

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur aðeins einu sinni áður mætt ríkjandi heimsmeisturum. 

Þann 5. september mættust Ísland og Frakkland á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2000, tveimur mánuðum eftir að Frakkar tryggðu sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil með 3-0 sigri á Brasilíumönnum á Stade de France.

Flestir bjuggust við því að Ísland yrði auðveld bráð fyrir frönsku heimsmeistarana sem voru ósigraðir í tólf leikjum í röð þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinn sem var þétt setinn. 

Yfir 12.000 manns sáu Íslendinga ná einum af sínum bestu úrslitum frá upphafi. 

Á 33. mínútu komst Ísland óvænt yfir þegar Ríkharður Daðason skallaði aukaspyrnu Rúnars Kristinssonar í netið. Fabien Barthez, markvörður Frakka, greip í tómt. 

Forystan entist aðeins í þrjár mínútur því Christophe Dugarry jafnaði eftir undirbúning Zinedine Zidane. Fleiri urðu mörkin ekki.

Íslendingar léku afar sterkan varnarleik og fögnuðu stiginu vel og innilega þegar flautað var til leiksloka.Ísland lenti í 4. sæti riðilsins og var ekki langt frá því að komast í umspil um sæti á EM 2000. 

Frakkland vann hins vegar riðilinn og varð svo Evrópumeistari eftir 2-1 sigur á Ítalíu í úrslitaleik í Rotterdam sumarið 2000.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Arnór og Hörður báðir í úrvalsliði sjöttu umferðar

Fótbolti

Sarri tilbúinn að leyfa Cahill að fara frá Chelsea

Fótbolti

„Ekki í boði að spila neinn skítaleik“

Auglýsing

Nýjast

Fjórði sigur Hamranna í röð

Fékk nýjan samning í jólagjöf

Rodriguez með þrefalda tvennu

Eriksen kom Spurs til bjargar

Mæta Spáni í HM-umspili

City á toppinn eftir sigur á Gylfa og félögum

Auglýsing