Í dag eru tuttugu ár síðan Tiger Woods tókst að ná afreki sem verður ef til vill aldrei toppað í golfheiminum. Þá tókst Tiger að sigra á Masters-mótinu í annað skiptið en um leið varð hann handhafi allra fjögurra risatitlanna í golfi á sama tíma.

Árið áður hafði Tiger fylgt eftir fimmta sæti á Masters-mótinu, fyrsta risamóti ársins, með því að vinna næstu þrjú stórmót árið 2000.

Það var mikil pressa á Tiger í aðdraganda mótsins enda hafði engum kylfingi í sögunni tekist að vera handhafi allra risatitlanna á sama tíma og fóru fjölmiðlamenn strax að slá hugmyndinni upp um miðjan ágúst, átta mánuðum fyrir Masters-mótið, að þetta væri möguleiki.

Það er því ákveðin synd að Tiger geti ekki markað þessi tímamót á fyrsta hring Masters-mótsins sem hefst í dag. Tiger er enn í endurhæfingu eftir að hafa fótbrotnað í bílslysi í febrúar og

Kylfingurinn sem einn sá besti í sögunni var á hápunkti ferilsins fyrir tuttugu árum síðan.

Árið 2000 vann Tiger sex mót í röð á PGA mótaröðinni, þar á meðal PGA meistaramótið með fimmtán högga forskoti á næsta mann.

Sama ár varð hann fimmti maðurinn í sögunni til að vinna alslemmu (e. Grand Slam) í golfi, öll risamótin fjögur á eftir Gene Sarazen, Gary Player, Ben Hogan og Jack Nicklaus og um leið sá fyrsti sem náði því afreki í 34 ár.