Á þessum degi fyrir tuttugu árum síðan frumsýndi Jason Williams, „Hvíta súkkulaðið“, olnbogasendinguna í fyrsta sinn í leik.

Williams þótti litríkur karakter sem kom sér oft í vandræði innan sem utan vallar á körfuboltaferlinum. Hann var yfirleitt kallaður „Hvíta súkkulaðið“.

Þá þótti hann djarfur í leik sínum og reyndi hluti sendingar sem enginn aðrir þorðu að reyna. Fyrir vikið varð hann fljótlega afar vinsæll hjá ungum stuðningsmönnum.

Hann var valinn í úrvalslið nýliðanna árið 1999 eftir að hafa átt þátt í því að gjörbreyta gengi Sacramento Kings og var valinn í stjörnuleik yngri leikmanna (e. Rising Challenge) ári síðar.

Í leiknum sem er sýningarleikur notaði Williams olnbogann til að finna liðsfélaga sinn í álitlegri stöðu eins og sjá má hér fyrir neðan.

Vandræðin héldu áfram að elta Williams allan ferilinn þegar hann var sakaður um að rífast við aðdáendur og í leiðinni sýna kynþáttafordóma, lyfjamisferli auk þess sem að hann lenti í riskingum við blaðamann.

Williams tókst að vinna meistaratitilinn með liði Miami Heat sumarið 2006 í liði með Dwyane Wade og Shaquille O'Neal en það reyndist eini titillinn á ferli Williams. Hann entist í þrjú ár í Miami, tók stutt stopp í Los Angeles áður en skórnir fóru upp í hillu.

Það reyndist ekki hans síðasta því Williams sneri aftur í deildina ári síðar og lék í tvö ár til viðbótar þar sem hann komst í úrslitin með liði Orlando Magic en þurfit að horfa á eftir titlinum til Los Angeles Lakers.