Viðureign Íslands og Marokkó á HM í handbolta verður önnur viðureign liðanna frá upphafi, tuttugu árum eftir þá fyrstu á HM í Frakklandi.

Ísland mætir Marokkó í lokaleik liðanna í riðlinum en með sigri fer Ísland áfram í milliriðlana með tvö stig að hið minnsta.

Liðin mættust í fyrsta og eina skiptið á HM 2001 í Frakklandi þann 25. janúar. Marokkó komst á HM 2003 og 2007 en hefur ekki komist í síðustu keppnir.

Í leikmannahópi Íslands þann daginn var meðal annars að finna að finna Ólaf Stefánsson, Róbert Julian Duranona og ungan Guðjón Val Sigurðsson sem var að keppa á HM í fyrsta sinn.