Íslenski boltinn

Tufa hættir með KA eftir tímabilið

KA og Tufa komust að samkomulagi um að stöðva viðræður um nýjan samning og er því ljóst að hann mun hætta hjá félaginu eftir þriggja ára starf sem þjálfari liðsins í haust eftir að hafa komið liðinu upp í efstu deild og fest það í sessi.

Tufa fylgist með sínum mönnum á KR-vellinum í sumar. Fréttablaðið/Eyþór

KA sendi frá sér tilkynningu á heimasíðu sinni, KA.is, í dag þar sem fram kemur að stjórn knattspyrnudeildar KA og Srdjan Tufegdzic eða Tufa eins og hann er yfirleitt kallaður hafi komist að samkomulagi um að endurnýja ekki samning hans að tímabilinu loknu.

Eru rúm þrjú ár liðin síðan Tufa tók við liði KA af Bjarna Jóhannssyni en hann kom fyrst til KA sem leikmaður árið 2006. Hefur hann komið að þjálfun hjá félaginu undanfarin tíu ár.

Undir hans stjórn komst KA upp í Pepsi-deild karla haustið 2016 og eru Akureyringar búnir að tryggja sæti sitt í efstu deild fyrir komandi tímabil. Verður það þriðja tímabil KA í röð í efstu deild.

Endurnýjaði Tufa samning sinn fyrir norðan vorið 2016 og stóðu viðræður yfir um að hann myndi halda áfram störfum en þær viðræður sigldu í strand og munu leiðir því skilja í haust.

Eiga Akureyringar enn eftir útileiki gegn Stjörnunni og Breiðablik en síðasti heimaleikur hans með liðið verður gegn Grindavík þann 23. september næstkomandi.

Hægt er að lesa yfirlýsingu KA í heild sinni hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslenski boltinn

Breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar

Íslenski boltinn

„Erum með ungt og gott lið, ekki ungt og efnilegt“

Auglýsing

Nýjast

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Mourinho ósáttur að þurfa að leika á gervigrasi í Sviss

Auglýsing