Ís­lendingarnir í stúkunni sem hafa lagt leið sína til Portúgal til að horfa á Evrópu­meistara­mótið í hóp­fim­leikum hafa heldur betur látið vel í sér heyra á mótinu.

Ís­lenska kvenna­lands­liðið hóf keppni rétt í þessu og byrjaði á að gera frábært trampólín.

Kol­brún Þöll Þorra­dóttir, ein reynslu­mesta lands­liðs­konan í liðinu, keppir þar með eitt erfiðasta stökk mótsins er hún ger tvö­falt heljar­stökk með beinum líkama og þremur og hálfri skrúfu.

Lendingin var í dýpri kantinum en það er ljóst að Kol­brún hefur gert fóta­þrekið sitt og reif hún sig upp á lappirnar. Hægt er sjá myndband af stökkinu hennar Kolbrúnar hér að neðan.

Kolbrún Þöll í loftinu að klára tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu.
Ljósmyndir/Stefán Þór Friðriksson

Kol­brún lokaði síðustu um­ferð ís­lenska liðsins á stökki yfir hest og negldi það. Ís­lensku stuðnings­mennirnir tylltust í kjöl­farið enda skilaði þetta mikil­vægum stigum í bar­áttu liðsins um Evrópu­meistara­titilinn.

Ís­lenska kvenna­liðið lenti í smá örðug­leikum á trampólíni í undan­keppninni en það er ljóst að þjálfara liðsins hafa gert við­eig­andi breytingar fyrir úr­slitin í dag. Liðið hækkaði sig um 1,5 stig frá undan­keppnina á trampólíninu og fékk 17,750 stig.

Úr­slitin á Em er í beinni á RÚV. Ís­lensku stelpurnar fara næst gólf og enda síðan mótið á dýnu.