Spænska körfubotlta­fé­lagið Valencia hef­ur ákveðið að rift samn­ingi sín­um við landsliðmann­inn Tryggva Snæ Hlina­son.

Þetta kem­ur fram í frétt á heimasíðu fé­lags­ins í dag. Tryggvi gekk í raðir Valencia frá Þór Ak­ur­eyri sum­arið 2017 en hann skrifaði þá und­ir fjög­urra ára samn­ing við fé­lagið.

Truggvi Snær lék 28 leiki fyrir Valencia í spænsku efstu deildinni og Evrópudeildinni á fyrsta keppnistímabilinu hjá Valencia.

Hann lék svo sem lánsmaður hjá Mon­bus Obra­doiro á síðustu leiktíð þar sem hann kom við sögu í 33 leikj­um, skoraði 3,5 stig að meðaltali og tók 2,5 frá­köst.

Þessi 21 árs gamli stóri og stæðilegi miðherji gaf kost á sér í nýliðavali NBA-deild­ar­inn­ar síðasta sum­ar­ en var ekki val­inn.