Tryggvi Snær Hlina­son skoraði 12 stig og tók þrjú fráköst fyr­ir Zaragoza þegar liðið bar sigur úr býtum 70-69 gegn Szomb­at­hely í Meist­ara­deild­ Evrópu í körfubolta karla í kvöld.

Tryggvi Snær var næst stigahæstur fyrir Zaragoza sem hefur fimm stig eftir þrjá leiki og situr í fjórða sæti D-riðils keppninnar. Zaragoza hefur einu stigi minna en topplið riðilsins Dijon.

Hauk­ur Helgi Páls­son setti svo niðu fimm stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingun þegar Unics Kaz­an bar sigurorð af Darussafaka 79-77 í Evr­ópu­bik­arn­um í kvöld.

Eftir þennan sigur trónir Unics Kaz­an á toppi C-riðils keppinnar með fjóra sigra og eitt tap eft­ir fyrstu fimm leiki sína. Darussafa­ka er svo í öðru sæt­inu með þrjá sigra og tvö töp.