NBA

Tryggvi: Erum að kanna viðbrögðin

Tryggvi Snær Hlinason hefur ákveðið að gefa kost á sér í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar. Hann segir þó líklegra en ekki að hann dragi nafn sitt til baka áður en að nýliðavalinu kemur.

Tryggvi hefur náð ótrúlega langt á skömmum tíma. Fréttablaðið/Anton

Við erum að kanna viðbrögðin með því að setja nafnið inn í umræðuna. Það er aðal ástæðan fyrir þessu,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður Valencia, sem hefur ákveðið að gefa kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar 2018. 

Miðherjinn úr Bárðardalnum segir þó meiri líkur en minni að hann dragi nafn sitt til baka áður en að nýliðavalinu kemur og reyni þá að vera tilbúnari fyrir nýliðavalið á næsta ári.

„Þegar maður setur nafnið sitt inn í þennan hóp verða NBA-liðin að skoða þig, finna styrkleika og veikleika. Þannig fær maður góða punkta sem maður notað til að bæta sig. Ef maður myndi draga nafnið sitt til baka, sem eru meiri líkur en minni á, getur maður undirbúið næsta ár betur,“ segir Tryggvi. En er möguleiki að hann æfi með einhverjum NBA-liðum áður en að nýliðavalinu kemur?

„Allir sem fara í nýliðvalið þurfa að fara í alls konar próf, þar sem hraði, styrkur, stökkkraftur og annað slíkt er mælt,“ segir Tryggvi en nýliðavalið fer fram 21. júní næstkomandi.

Bárðdælingurinn segir að Valencia hafi alltaf verið meðvitað um þessa ákvörðun hans að gefa kost á sér í nýliðavalinu.

„Þetta fór allt í gegnum Valencia. Við tókum stöðuna og töldum að þetta væri sniðugt,“ segir Tryggvi sem fer í nýliðavalið á næsta ári, sama hvort hann vilji það eða ekki. „Á næsta ári, þegar maður er orðinn 22 ára, er maður sjálfkrafa kominn í nýliðavalið.“

Aðeins einn Íslendingur hefur leikið í NBA-deildinni; Pétur Guðmundsson sem lék með Portland Trail Blazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs á 9. áratugnum. Tryggvi segist ekki hafa rætt við Pétur þegar hann tók ákvörðunina um að fara í nýliðavalið.

„Ég tala reglulega við hann en það er umboðsmaðurinn sem er í þessu. Ég treysti honum fyrir næstu skrefum. Hann veit alveg hvað hann er að gera,“ segir Tryggvi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

ESPN: Tryggvi ætlar í nýliðavalið í NBA

NBA

Tryggvi verður í ný­liða­valinu í NBA

NBA

Indiana vann sögulegan sigur á Cleveland

Auglýsing

Nýjast

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Auglýsing