NBA

Tryggvi æfði með Phoenix Suns

Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason reyndi að heilla forráðamenn Phoenix Suns í gær en nýliðaval NBA-deildarinnar er framundan.

Tryggvi leikur með Valencia á Spáni. Fréttablaðið/Getty

Tryggvi Snær Hlinason æfði í gær með NBA-liðinu Phoenix Suns.

Á mánudaginn var það staðfest að Tryggvi, sem lék með Valencia á Spáni í vetur, ætlaði að gefa kost á sér í nýliðavali NBA sem fer fram 21. júní næstkomandi.

Venja er að leikmenn sem gefa kost á sér í nýliðavalinu æfi með liðum í NBA til að koma sér á framfæri. Tryggvi æfði með Phoenix í gær ásamt serbneska miðherjanum Dusan Ristic sem hefur leikið með Arizona háskólanum síðustu fjögur ár.

Phoenix á fyrsta valrétt í nýliðavalinu og svo valrétti númer 31 og 59 í seinni umferðinni. Í samtali við Fréttablaðið á dögunum sagði Jonathan Givony, sérfræðingur ESPN um nýliðavalið, að líklegt væri að Tryggvi yrði valinn í annarri umferð ef hann gæfi kost á sér í nýliðavalinu.

Líklegast er að Phoenix noti fyrsta valréttinn til að velja miðherjann DeAndre Ayton. Slóvenska undrabarnið Luka Doncic hefur líka verið nefnt til sögunnar en nýr þjálfari Phoenix er Igor Kokskov, fyrrverandi þjálfari slóvenska landsliðsins. Slóvenía og Ísland mættust á EM í fyrra.

Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið í NBA. Hann var á mála hjá Portland Trail Blazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs á 9. áratug síðustu aldar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Leikmaður Celtics kærður fyrir gróft heimilisofbeldi

NBA

Ginobili leggur skóna á hilluna

NBA

Melo búinn að skrifa undir hjá Houston Rockets

Auglýsing

Nýjast

Rúnar Már: Slæmir kaflar í upphafi hálfleikjanna

„Íslenska liðið neitaði að gefast upp í kvöld“

Gylfi Þór: Eitt besta lið í heiminum í að refsa

Ragg­i Sig: „Áttum meir­a skil­ið“

„Ísland gerði okkur afar erfitt fyrir í kvöld“

Al­freð: „Svekkj­and­i að við byrj­uð­um ekki fyrr“

Auglýsing