Lið Banda­ríkja­mannsins Dustin John­son í LIV-móta­röðinni í golfi varð um helgina fyrsta liðið á móta­röðinni til þess að vinna liða­keppni hennar og tryggja sér um leið 16 milljónir Banda­ríkja­dala. Rúma 2,3 milljarða ís­lenskra króna.

Liðið tryggði sér sigurinn á Trump National Dor­al um helgina en um var að ræða loka­hnykk yfir­standandi tíma­bils sem er það fyrsta í sögu mótaraðarinnar.

John­son, fyrir­liði liðsins sem er einn af þeim sem tók skrefið frá PGA yfir til LIV, segir að það hafi ekki verið verð­launa­féð sem fékk hann til þess að skipta yfir heldur sam­keppnin.

Hins vegar hefur Joh­son grætt tá á fingri með þessum skiptum sínum því hann er efstur á verð­launa­fés-lista LIV mótaraðarinnar þessa stundina og hefur unnið sér enn meira en 35 milljónir Banda­ríkja­dala, það jafn­gildir rúmum fimm milljörðum ís­lenskra króna.

Margir af þekktustu kylfingum heims hafa tekið í fyrsta tíma­bili LIV-mótaraðarinnar sem er keyrð á­fram á fjár­magni frá Sádi-Arabíu. Móta­röðin fór af stað í júní fyrr á þessu ári.

Það að fjár­­­magnið í móta­röðinni komi frá Sádi-Arabíu hefur vakið upp mikla gagn­rýni á LIV-móta­röðina þar sem kylfingar hennar eru sagðir lítið annað en vel launaðir mála­liðar í hvít­þvotti í í­­­þróttum þar sem sádi-arabíska ríkið sé að reyna snúa um­­­ræðunni frá slæmu orð­­­spori sínu hvað mann­réttindi varðar.