Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu í vikunni þar sem hann fullyrti að hann hefði farið holu í höggi á einum af golfvöllum sínum um helgina.

Trump er mikill golfáhugamaður og lék 92 hringi á eigin völlum á fyrsta ári sínu sem forseti Bandaríkjanna. Hann er með 1,8 í forgjöf og hefur leikið með mörgum af bestu kylfingum heims.

Í yfirlýsingunni sagði Trump að það hefðu margir spurst fyrir og það væri satt að hann hefði farið holu í höggi um helgina þegar hann lék með hinum þekkta kylfing Ernie Els sem vann á sínum tíma fjögur risamót.