Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fengið heimild til að byggja annan golfvöll í Aberdeenhéraði í Skotlandi.

Völlurinn verður við hlið annars golfvallar sem Trump rekur í Aberdeen og mun þessi bera nafn móður Donalds, Mary Anne MacLeod.

Trump, sem er mikill golfáhugamaður, hefur verið duglegur að nýta auð sinn til að byggja golfvelli á heimsvísu og á hann fyrir sautján golfvelli.

Ellefu þeirra eru í Bandaríkjunum í sjö mismunandi fylkjum en þar að auki á Trump tvo velli í Skotlandi, tvo í Írlandi og tvo í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Búið var að samþykkja framkvæmdirnar síðasta vor en máliðvar tekið fyrir á ný vegna kvartanaum umhverfisvernd. Það kom ekki í veg fyrir að Trump fengi heimildyfirvalda í Aberdeen til að reisaannan golfvöll.