Enska knattspyrnufélagið Tottenham hefur staðfest að Christopher Aurier, bróðir bakvarðarir liðsins, Serge Aurier, hafi látið lífið í morgun. Fregnir bárust af þessum tíðindum í morgunsárið en Christopher varð fyrir skotárás fyrir utan næturklúbb í Frakklandi.

„Félagið staðfestir það með sorg í hjarta að fregnir að andláti Christopher, bróður Serge Aurier, séu réttar. Við munum styðja Serge á allan mögulegan hátt á þessum erfiðum tímum. Við biðjum fólk um að sýna Serge nærgætni og virða einkalíf hans og fjölskyldu hans. Félagið sendir Serge, vinum hans og vandamönnum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hugur okkar er hjá honum," segir í yfirlýsingu Tottenham Hotspur.

Franskir fjölmiðlar segja að skotárásin hafi átt sér stað við næturklúbb í suðausturhluta Toulouse aðfaranótt mánudags. Grunaður skotmaður náði að flýja vettvang og er lögreglan að leita hans.

Christopher Aurier var einnig knattspyrnumaður en hann lék fyrir franska fimmtudeildarliðið Rodeo Toulouse.