Tottenham Hotspur hefur fengið nýjan mótherja á miðvikudaginn en leik liðsins gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla hefur verið frestað vegna kórónaveirusmita 10 leikmanna Aston Villa.

Þess í stað mun Tottenham Hotspur mæta Fulham á miðvikudagskvöldið en leik liðanna sem átti að fara fram 30. desember síðastliðinn var frestað vegna smita í herbúðum Fulham.

Gert er ráð fyrir því að Aston Villa muni mæta Gylfa Þór Sigurðssyni og samherjum hans hjá Everton í deildinni á sunnudaginn kemur.