Steven Bergwijn var í morgun kynntur til leiks sem nýr leikmaður enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotspur en hann kemur til liðsins frá hollenska liðinu PSV Eindhoven. Bergwijn sem er 22 ára gamall var mála hjá Ajax en fór á unglingsárum sínum en fór 14 ára gamall til Jong PSV og fór aðalliðsferil sinn hjá PSV Eindhoven árið 2014.

Hann hefur leikið 112 leiki fyrir PSV Eindhoven og skorað í þeim leikjum 29 mörk. Bergwijn varð hollenskur meistari með liðinu þrisvar sinum, vorin 2015, 2016 og 2018. Þá var hann valinn í hollenska A- landsliðið í fyrsta skipti haustið 2018.

Ronald Koeman þjálfari hollenska liðsins gaf Bergwijn sitt fyrsta tækifæri með hollenska A-landsliðinu í leik gegn Þýskalandi í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í október árið 2018. Þessi öflugi kantmaður hefur síðan þá leikið sjö landsleiki.

Þetta eru önnur viðskipti Tottenham Hotspur í janúarglugganum en liðið festi kaup á argentínska sóknartengiliðnum Giovanni Lo Celso í gær. Tottenham Hotspur seldi á svipuðum tíma danska miðvallarleikmanninn Christian Eriksen.