Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotspur hafa hætt viðræðum við ítalska knattspyrnustjórann Gennaro Gattuso en félagið leitar nú logandi ljósi að knattspyrnustjóra fyrir karlalið félagsins.

Talið er að viðbrögð stuðningsmanna Tottenham Hotspur við fregnum um áformum um að ráða Gattuso hafi leitt til þess að hætt var við að ráða hann.

Nýverið runnu viðræður við portúgalska knattspyrnustjórann Paulo Fonseca en nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham Hotspur, Fabio Paratici, þarf að halda áfram að leita að mögulegum kandídat í starfið.

Áður hafði Tottenham Hotspur freistað þess að tryggja sér krafta Antonio Conte en þar áður höfðu forráðamenn Tottenham Hotspur kannað áhuga Julian Nagelsmann, Brendan Rodgers og Mauricio Pochettino á því að taka starfið að sér án árangurs.