Heung-Min Son hef­ur skrifað und­ir fjög­urra ára samn­ing við enska fótboltafé­lagið Totten­ham Hotspur.

Suður-Kóreski landsliðsmaðurinn er þar af leiðandi samn­ings­bund­inn Lundúnafélaginu til árs­ins 2025 en hann gekk til liðs við félagið frá Bayer Leverkusen árið 2015.

Son hef­ur skorað 107 mörk í þeim 280 mótsleikjum sem hann hefur spilað fyrir Tottenham Hotspur á þeim sex árum sem hann hefur verið í herbúðum félagsins. Þá hefur hann þar að auki gefið 64 stoðsend­ing­ar á samherja sína.