Tottenham Hotspur hefur komist að samkomulagi við franska féalgið Lyon um kaupverðið á hinum 22 ára gamla franska landsliðsmanni Tanguy Ndombele.

Talið er að Ndombele muni kosta Tottenham Hotspur í kringum 65 milljónir punda sem væri metfé hjá Lundúnarfélaginu. Lyon er að græða vel á þessum viðskiptum en félagið keypti hann á sjö milljónir punda síðasta sumar.

Ndombele sem hefur einnig verið á ratsjá Manchester United, Paris Saint-Germain og Juventus er hugsaður til þess að fylla skarð Mousa Dembele sem fór til Kína í janúar fyrr á þessu ári.

Mauricio Pochettino er einnig að fá til liðs við sig enska kantmanninn Jack Clarke sem er 20 ára gamall og sló í gegn hjá Leeds United í ensku B-dieldinni á síðustu leiktíð.