Tottenham komst aftur upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 2-0 sigri á Leicester City í sextándu umferð á King Powell-vellinum.

Var þetta jafnframt fyrsta tap Leicester eftir skyndilegt fráfall Vichai Srivaddhanaprabha, fyrrum eiganda félagsins sem lést í þyrluslysi þann 27. október síðastliðinn.

Harry Kane var hvíldur hjá Tottenham og steig Son Heung-min upp í hans fjarveru. Hann kom Tottenham yfir með frábæru skoti í fyrri hálfleik og lagði síðar upp annað mark gestanna fyrir Dele Alli.

Með sigrinum er Tottenham komið með 36 stig og fer upp fyrir Arsenal og Chelsea.