Enski boltinn

Tottenham aftur upp fyrir nágrannaliðin

Tottenham komst aftur upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 2-0 sigri á Leicester City í sextándu umferð á King Powell-vellinum.

Winks og Alli fagna marki þess síðarnefnda í kvöld. Fréttablaðið/Getty

Tottenham komst aftur upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 2-0 sigri á Leicester City í sextándu umferð á King Powell-vellinum.

Var þetta jafnframt fyrsta tap Leicester eftir skyndilegt fráfall Vichai Srivaddhanaprabha, fyrrum eiganda félagsins sem lést í þyrluslysi þann 27. október síðastliðinn.

Harry Kane var hvíldur hjá Tottenham og steig Son Heung-min upp í hans fjarveru. Hann kom Tottenham yfir með frábæru skoti í fyrri hálfleik og lagði síðar upp annað mark gestanna fyrir Dele Alli.

Með sigrinum er Tottenham komið með 36 stig og fer upp fyrir Arsenal og Chelsea.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

José Mourinho rekinn

Enski boltinn

Mourinho verður ekki refsað fyrir blótsyrðin

Enski boltinn

Viðræður hafnar við Martial

Auglýsing

Nýjast

Guðrún Brá lék á pari í dag

Ragnar og Arnór Þór verða liðsfélagar

Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn

Helgi kominn með nýtt starf

Al­þjóð­legt Cross­Fit mót haldið á Ís­landi í maí

Keflavík, Haukar og Njarðvík áfram í bikarnum

Auglýsing