Enski boltinn

Tottenham aftur upp fyrir nágrannaliðin

Tottenham komst aftur upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 2-0 sigri á Leicester City í sextándu umferð á King Powell-vellinum.

Winks og Alli fagna marki þess síðarnefnda í kvöld. Fréttablaðið/Getty

Tottenham komst aftur upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 2-0 sigri á Leicester City í sextándu umferð á King Powell-vellinum.

Var þetta jafnframt fyrsta tap Leicester eftir skyndilegt fráfall Vichai Srivaddhanaprabha, fyrrum eiganda félagsins sem lést í þyrluslysi þann 27. október síðastliðinn.

Harry Kane var hvíldur hjá Tottenham og steig Son Heung-min upp í hans fjarveru. Hann kom Tottenham yfir með frábæru skoti í fyrri hálfleik og lagði síðar upp annað mark gestanna fyrir Dele Alli.

Með sigrinum er Tottenham komið með 36 stig og fer upp fyrir Arsenal og Chelsea.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Lacazette missir af leikjunum gegn Rennes

Enski boltinn

Laporte gerir langtíma samning

Enski boltinn

Pep hafði ekki áhuga á að þjálfa Chelsea

Auglýsing

Nýjast

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum um helgina

Ólympíunefndin hafnaði skvassi í fjórða sinn

Elías Rafn etur kappi við Man.Utd

„Ronaldo á bara þrjá Evróputitla“

Chelsea mun á­frýja fé­lags­skipta­banninu

Hodgson setur met um helgina

Auglýsing