Toto Wolff, liðs­stjóri For­múlu 1 liðs Mercedes telur helsta sam­keppnis­aðila síns liðs, Red Bull Ra­cing vera að fara ansi djarfa leið ætli liðið sér að fram­leiða eigin vél sjálft. Við­ræður Red Bull Ra­cing við Porsche fuku út í veður og vind á dögunum.

Porche hafði til­kynnt á­ætlanir sínar um að vera véla­fram­leiðandi í For­múlu 1 í sam­starfi við lið mótaraðarinnar og þóttu við­ræður fram­leiðandans við Red Bull Ra­cing vel á veg komnar. Hins vegar gengu þær ekki upp og miða á­ætlanir Red Bull nú við að liðið muni hefja verk­efni um að fram­leiða sínar eigin vélar. Hins vegar verði ekki lokað á sam­starf við þriðja aðila.

Wolff og Mercedes hafa undan­farin ár ráðið lögum og lofum í keppni bíla­smiða í For­múlu 1 hann telur á­ætlanir Red Bull Ra­cing, um eigin véla­fram­leiðslu, mjög djarfar.

„Það að vera sjálf­bjarga lið er greini­lega eitt­hvað sem hefur blundað í for­ráða­mönnum Red Bull yfir lengri tíma. Þurfa ekki að vera háð öðrum. Þetta virðist vera leiðin sem liðið ætlar að fara og við gætum séð út­komu þess 2026, -27 eða -2028."

Wolff segir það synd fyrir Mercedes að geta ekki borið sig saman við og keppt við sam­landa sína í Porsche. Sam­starf Porsche og Red Bull Ra­cing hefði verið risa­stórt.

„Ég veit ekki af hverju það gekk ekki upp. Það sam­starf hefði orðið frá­bært fyrir For­múlu 1 í heild sinni."

Eftir sigurgöngu síðustu ára hefur Mercedes ekki náð að halda í við Red Bull Racing á þessu fyrsta tímabili á nýrri kynslóð Formúlu 1 bíla. Hins vegar hefur liðið verið að sækja í sig veðrið eftir því sem líður á tímabilið og verður fróðlegt að sjá hversu vel liðið nær að vinna í bíl sínum milli tímabila.