Toto Wolff, liðs­stjóri For­múlu 1 liðs Mercedes sendir varnaðar­orð til keppi­nauta liðsins fyrir næsta tíma­bil í móta­röðinni. Liðið verði komið aftur á sinn vana­lega stað, í bar­áttu um heims­meistara­titla.

Sú var ekki raunin á ný­af­stöðnu tíma­bili þar sem Mercedes var lengi vel langt frá því að geta keppt við Red Bull Ra­cing og Ferrari.

Hins vegar óx liðinu ás­megin eftir því sem leið á tíma­bilið og náði sínum fyrsta og eina keppnis­sigri í Brasilíu á næst­síðustu keppnis­helgi tíma­bilsins.

,,Nú munum bara leggja enn harðar að okkur fyrir næsta tíma­bil, þetta hefur verið erfitt, hefur verið slæmt og það er allt í góðu að finna fyrir þeim til­finningum en á næsta ári verðum við mætt aftur til leiks."