Tímasetningum á þremur leikjum í 21. og næstsíðustu umferð Pepsi Max deild karla í fótbolta, sem allir fara fram sunnudaginn 19. september, hefur verið breytt. 

Leikur FH og toppliðs deildarinnar, Breiðabliks, og FH sem fram fer Kaplakrikavelli verður spilaður klukkan 16.15. Liðin munu því eigast við á sama tíma og Víkingur, sem er í öðru sæti, og KR-ingar, sem sitja í þriðja sæti, leiða saman hesta sína á Meistaravöllum.

Fyrir lokaumferðina trónir Breiðablik á toppi deildarinnar með 44 stig og Víkingur er í öðru sæti með 42 stig. Blikar geta því orðið Íslandsmeistarar í annað skipti í sögunni á sunnudaginn kemur. KR er í þriðja sæti með 38 stig og Valur og KA í því fjórða og fimmta með 36 stig hvort lið.

Botnbráttuslagur ÍA og Fylkis sem leikinn verður á Norðurálsvellinum hefst klukkan 14.00 og Valur og KA etja kappi að Hlíðarenda klukkan 18.30.

ÍA vermir svo botnsætið með 15 stig og Fylkir er sæti ofar með 16 stig. HK og Keflavík eru síðan í sætunum fyrir ofan fallsvæði deildarinar með 17 stig annars vegar og 18 stig hins vegar.

Stjarnan og Leiknir eru þar fyrir ofan með 22 stig og eru enn í fallhættu. FH er svo eina liðið sem siglir lygnan sjó með sín 29 stig í sjötta sæti.