Íslenski boltinn

Topplið síðasta tímabils mætast

Fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lýkur í kvöld með fjórum leikjum.

Birkir Már og félagar hans hjá Val mæta Stjörnunni í kvöld. Fréttablaðið/Ernir

Fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Upphaflega áttu leikirnir að vera tveir, en leikum Breiðabliks og KR og Keflavíkur og Fjölnis var frestað um sólarhring vegna veðurs í gærkvöldi.

Valur og Stjarnan sem höfnuðu í tveimur efstu sætum deildarinnar á síðustu leiktíð mætast á Origo-vellinum að Hlíðarenda. Valur getur nálgast Breiðablk, topplið deildarinnar, með sigri í leiknum, en Valur hefur fimm stig eftir þrjá leiki á meðan Breiðablik hefur fullt hús stiga. 

Stigasöfnunin hefur hins vegar farið rólega af stað hjá Stjörnunni sem hefur verið óheppin með meiðsli og annars konar forföll í sumar. Stjarnan hefur einungis tvö stig og þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda til þess að fikra sig upp töfluna.

Annar toppslagur í Vesturbænum

KR fær svo tækifæri til þess að komast nær Breiðabliki, en liðin mætast á Alvogen-vellinum. KR hefur farið ágætlega af stað, en liðið hefur náð að safna fjórum stigum í sarpinn í fyrstu þremur umferðum deildarinnar.

Víkingur og Grindavík sem eru hlið við hlið í fimmta og sjötta sæti deildarinnar etja kappi á Víkingsvellinum. Víkingur hefur fimm stig á meðan Grindavík hefur fjögur. Annað hvort liðið getur blandað sér í toppbaráttu deildarinnar með sigri. 

Keflavík og Fjölnir hafa svo farið illa af stað í deildinni í sumar hvað úrslit varðar. Keflavík er í næstneðsta sæti deildarinnar með eitt stig á meðan Fjölnir er sæti ofar með tvö stig. Takist öðru hvoru liðanna að fara með sigur af hólmi fær það augnabliks andrými frá fallsvæðinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Óvæntur sigur Grindavíkur gegn Stjörnunni

Íslenski boltinn

Breiðablik komst á toppinn með sigri

Íslenski boltinn

Hilmar hefur skorað í fyrstu fimm leikjunum

Auglýsing

Nýjast

NBA

Paul missir af sjötta leik Houston og Golden State

Enski boltinn

Liverpool leggur fram tilboð í Fekir á næstu dögum

NBA

LeBron sló met Bryants og Malones

Enski boltinn

Fred staðfestir viðræður við United

HM 2018 í Rússlandi

Nýja HM lagið: Lifðu lífinu

Golf

Birgir Leifur meðal efstu kylfinga í Tékklandi

Auglýsing