Franskir fjölmiðlar fullyrða að Tony Parker, fyrrum leikmaður San Antonio Spurs og einn besti körfuboltamaður Frakka frá upphafi, komi sterklega til greina sem íþróttamálaráðherra í augum Emmanuel Macron.

Íþróttamálaráðherra situr í ríkisstjórn Frakklands og fer með fjárveitingu upp á um 970 milljónir evra ár hvert.

Hluti af starfi íþróttamálaráðherra næstu árin er að aðstoða við skipulagningu Ólympíuleikanna 2024 sem fara fram í París.

Fyrrum sundkonan Roxana Mărăcineanu sem varð Heims- og Evrópumeistari í 200 metra baksundi hefur gengt starfi íþróttamálaráðherra síðastliðin fjögur ár.

Talið er að Macron gæti skipt Roxönu út fyrir Parker, Amélie Oudéa-Castéra, Laure Boulleau eða Cyril Mourin.

Parker var hluti af Evrópumeistaraliði Frakka á EuroBasket 2013 en hann varð fjórum sinnum meistari í NBA-deildinni í körfubolta með San Antonio Surs og var tvisvar valinn besti körfuboltamaður Evrópu.