Í tilkynningu HSÍ kemur fram að Tomas hafi óskað eftir því að láta af störfum og hafi HSÍ orðið að beiðni hans.

Svensson vann með Guðmundi Guðmundssyni hjá Dönum og hjá Rhein Neckar Löwen frá 2011 til 2014 en hann var um árabil í fremstu röð sem markmaður á heimsvísu.

Meint ummæli Svensson um Aron Pálmarsson vöktu mikla furðu á HM í handbolta í janúar þegar Svínn hafði orð á því að Aron væri ekki í raun og veru meiddur.