Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson deildi í dag á Twitter-síðu sinni færslu þar sem kemur fram að hann sé sá sóknarleikmaður sem beri af í skapa færi fyrir lið AZ Alkmaar.

Vesturbæingurinn hefur ekkert komið við sögu síðan Pascal Jansen tók við liðinu af Arne Slot í byrjun desembermánaðar.

Þegar kemur að tölfræðinni væntanlegum mörkum og stoðsendingum (expected assist, goals) er Albert efstur á blaði hjá AZ Alkmaar þrátt fyrir að hafa ekkert komið við sögu í síðustu sex leikjum.

Samkvæmt tölfræðinni kemur Albert að væntanlegur marki eða stoðsendingu á rúmlega nítíu mínútna fresti samkvæmt tölfræði WyScout.

Hér fyrir neðan má sjá tölfræðina sem Albert deildi á Twitter-síðu sinni samdægurs.