Fjölnismenn mæta Grindavík í undanúrslitum bikarsins í dag þar sem Fjölnir getur komist í úrslitaleikinn í þriðja sinn í sögu félagsins.

Fjölnir og Grindavík mætast í fyrri leik dagsins á meðan ríkjandi bikarmeistararnir í Stjörnunni mæta Stólunum síðar í kvöld.

Hið unga félag Fjölnis sem var stofnað árið 1988 komst fyrst í úrslitaleik í bikarnum árið 2005 þegar Njarðvíkingar fóru illa með Grafarvogspiltana í 90-64 sigri Njarðvíkinga.

Fjölnismenn fengu annað tækifæri þremur árum síðar þegar Fjölnir mætti Snæfelli í úrslitaleiknum en aftur reyndust Fjölnismenn númeri of litlir.

Lið Snæfells, leitt af Hlyni Bæringssyni, Justin Shouse og Sigurði Þorvaldssyni var með frumkvæðið allan leikinn og aftur neyddust Fjölnismenn að sætta sig við silfrið.