Enskir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um skrílslætin í tengslum við leikinn í gær en talið er að þúsundir hafi komist á leikinn án miða.

Von er á rannsókn og ákæru frá UEFA vegna framkvæmd leiksins sem gæti haft veruleg áhrif á vonir Englendinga um að hýsa Heimsmeistaramótið árið 2030.

Andrea Mancini, sonur Roberto sem stýrir ítalska landsliðinu, staðfesti að hann hefði ekki komist í sæti sitt þar sem það hafi einstaklingur verið búinn að koma sér fyrir í sætinu í samtali við Mirror.

Í sömu grein kemur fram að margir fjölskyldumeðlimir enska landsliðsins hafi lent í því sama og mætt hótunum þegar þau hafi lýst því yfir að þetta væru þeirra sæti.