Fagnaðarlætin voru mikil í klefa franska knattspyrnulandsliðsins eftir að það hafði tryggt sér sigur á Króötum og þar með Jules Rimet-bikarnum eftirsótta. Um er að ræða annað skipti sem Frakkar vinna mótið en þeir sigruðu Króata 4-2 á Luzhniki-vellinum í Moskvu.

Benjamin Mendy og Paul Pogba, tveir af leikmönnum liðsins, voru í sprækari kantinum í klefanum eftir leik. Mendy birti myndband í gærkvöldi af fagnaðarlátunum þar sem hann og Pogba sjást taka Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, í kennslustund í hinu svokallaða „dab-i“. 

Hreyfingin, eða dansinn, er einkennismerki Pogba sem fagnar alla jafna með því að „dab-a“. Sjón er sögu ríkari en Macron er eflaust með fyrstu þjóðhöfðingjunum sem lætur verða af því að „dab-a“ á opinberum vettvangi.