Íslenski boltinn

Tokic má fara frá Breiðabliki

Hrvoje Tokic hefur fengið fá tækifæri með Breiðabliki og er frjálst að yfirgefa félagið.

Fréttablaðið/Andri Marinó

Króatíski framherjinn Hrvoje Tokic hefur fengið leyfi til að fara frá Breiðabliki og ræða við önnur lið. Þetta kemur fram á blikar.is.

Tokic hefur aðeins byrjað einn leik í Pepsi-deildinni í sumar og virðist vera aftastur í goggunarröðinni af framherjum Breiðabliks.

Tokic kom til Breiðabliks fyrir síðasta tímabil eftir eitt og hálft ár í herbúðum Víkings Ó. Hann skoraði fimm mörk í 16 deildarleikjum fyrir Blika í fyrra.

Samkvæmt blikar.is er Breiðablik með danskan leikmann til skoðunar. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort félagið semji við hann.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

„Ætlum að vinna titil í ár og þetta er síðasta tækifærið“

Íslenski boltinn

Blikar sluppu með skrekkinn og fara í bikarúrslitin

Fótbolti

Allt í hers höndum hjá Bordeaux

Auglýsing

Nýjast

Sonur Hålands heldur áfram að slá í gegn

Átta stig í forystu þegar átta leikir eru eftir

Einum sigri frá úrslitaleiknum

Már settti Íslandsmet í 100 metra baksundi

Sjö íslenskir leikmenn eiga möguleika

Ólafía Þórunn einu undir pari eftir fyrsta hring

Auglýsing