Íslenski boltinn

Tokic má fara frá Breiðabliki

Hrvoje Tokic hefur fengið fá tækifæri með Breiðabliki og er frjálst að yfirgefa félagið.

Fréttablaðið/Andri Marinó

Króatíski framherjinn Hrvoje Tokic hefur fengið leyfi til að fara frá Breiðabliki og ræða við önnur lið. Þetta kemur fram á blikar.is.

Tokic hefur aðeins byrjað einn leik í Pepsi-deildinni í sumar og virðist vera aftastur í goggunarröðinni af framherjum Breiðabliks.

Tokic kom til Breiðabliks fyrir síðasta tímabil eftir eitt og hálft ár í herbúðum Víkings Ó. Hann skoraði fimm mörk í 16 deildarleikjum fyrir Blika í fyrra.

Samkvæmt blikar.is er Breiðablik með danskan leikmann til skoðunar. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort félagið semji við hann.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Keflavík gengur frá þjálfaramálum sínum

Íslenski boltinn

Gunnlaugur áfram í Laugardalnum

Íslenski boltinn

Fengu á sig sjö í lokaleiknum

Auglýsing

Nýjast

Markmiðið var að vinna gull

Selfoss á toppinn

Snæfell áfram með fullt hús stiga

Kristján Örn tryggði ÍBV stig í Mosfellsbæ

Barcelona komið í úrslit á HM

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Auglýsing