Red Bull Salzburg mætir Dortmund á heimavelli sínum í næstu viku í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en það er uppselt á heimaleik liðsins í fyrsta sinn eftir stækkun vallarins fyrir tíu árum síðan.

Þegar Austurríki og Sviss héldu saman EM í knattspyrnu árið 2008 var ákveðið að stækka völlinn sem áður tók 18.000 manns en hann tekur í dag 30.000 manns.

Þrátt fyrir það hefur gengið bölvanlega að fylla völlinn þótt að RB Salzburg stefnir hraðbyri að áttunda meistaratitlinum á tíu árum. Hafa þeir aðeins einu sinni náð 12.000 áhorfendum í vetur í leik gegn Rapid Vienna.

Aðeins 10% sætanna voru í notkun á dögunum þegar liðið mætti SV Mattersburg fyrir framan 3.722 manns en það má þá loksins búast við almennilegri stemmingu á leik liðsins gegn Dortmund í næstu viku.