Leiknum lauk með 6-1 sigri þýska liðsins gegn Shymkent en leikurinn fór fram í Kasakstan.

Karólína er nýstigin upp úr meiðslum og fékk þarna fyrstu mínútur sínar í treyju þýska stórveldisins eftir félagsskipti sín frá Breiðablik í vetur.

Hún kom inn á á 65. mínútu leiksins og var búin að skora með góðu skoti á 67. mínútu leiksins.

Hafnfirðingurinn lék því tæpan hálftíma í fyrsta leik sínum fyrir Bayern og kemur ef til vill til með að fá fleiri mínútur á næstu vikum.