Kristinn Steindórsson lék í tvö keppnistímabil fyrir FH án þess að skora mark. Kristinn var hálf stöðulaust á þeim tveimur árum sem hann spilaði þar en hann spilaði sem djúpur miðjumaður, sóknarsinnaður tengiliður og vængmaður. Hann fann ekki fjölina undir fyrrum þjálfara sínum, Ólafi Helgi Kristjánssyni, og ákveðið að leiðir myndu skilja síðastliðið haust.

Eftirspurnin eftir þessu fyrrverandi leikmanni Halmstad, Columbus Crew og Sundsvall var ekki mikil en hann hafði ekki skorað mark síðan hann gerði það fyrir Halmstad árið 2014. Útlit var fyrri að Kristinn myndi leika í neðri deildum þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson ákvað að opna faðminn á heimahögunum í Smáranum.

Kristinn sem fékk markanef í vöggugjöf frá föður sínum, Steindóri Elíssyni, sem raðaði inn mörkum fyrir Breiðablik á árum áður. Hjá Breiðabliki hefur Kristinn fundið sjálfstraustið aftur en Blikar eiga hlýjar minningar af framherjanum sem skorað 12 mörk þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari árið 2010 og 11 mörk í deildinni árið eftir.

Þessi þrítugi sóknartengiliður hefur fengið nokkuð stórt hlutverk hjá Blikaliðinu í upphafi lelktíðarinnar. Kristinn kom inn af varamannabekknum í fyrsta leik Íslandsmótins á móti Gróttu og braut ísinn með glæsilegu marki. Þá skoraði hann tvö marka Breiðabliks þegar liðið komst áfram á móti Keflavík í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar .

Hann hélt svo uppteknum hætti með því að skora fjórða mark sitt á leiktíðinni þegar Breiðablik hafði betur í þriðja deildarleik sínum í sumar þegar liðið fékk Fjölni í heimsókn í gærkvöldi.