Enski boltinn

Töluverð óvissa um byrjunarlið Mourinho

Eftir sumar sem einkennst hefur af pirringi hjá José Mourinho ríkir þó nokkur óvissa um hvernig hann mun stilla upp byrunarliði Manchester United í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Leicester City í kvöld.

José Mourinho gefur leikmönnnum skipanir í leik gegn Bayern München á dögunum. Fréttablaðið/Getty

Manchester United fær Leicester City í heimsókn á Old Trafford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á komandi keppnistímabili klukkan 19.00 í kvöld. 

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verið tíðrætt um það í sumar að hann hafi ekki á sínum bestu leikmönnum að skipa í vináttuleikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. 

Þá hefur hann gagnrýnt stjórn félagsins opinberlega fyrir slaka framgöngu á félagaskiptamarkaðnum. 

Leikmenn liðsins komu margir hverjir seint til æfinga eftir þátttöku sína á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrr í sumar einhverjir leikmenn glíma við meiðsli. 

Nemanja Matic, Ander Herrera, Sergio Romero, Antonio Valencia, Marcos Rojo og Diogo Dalot verða ekki með vegna meiðsla. Anthony Martial glímir svo við smávægileg meiðsli auk þess sem samband við Mourinho er ekki upp á marga fiska.  

Þess utan hafa Paul Pogba, Ashley Young, Jesse Lingard og Marouane Fellaini ekki leikið með liðinu í vináttuleikjum liðsins í sumar og spurning hvernig staðan er á þeim eftir þátttöku þeirra á HM í sumar og sumarfrí í kjölfarið. 

Það verður mjög áhugavert að sjá hvaða ellefu leikmenn verða valdir til þess að hefja leik fyrir hersveit portúgalska knattpsyrnustjórans hjá Manchester United í kvöld.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Enski boltinn

Tottenham aftur upp fyrir nágrannaliðin

Enski boltinn

Chelsea fyrsta liðið til að vinna City í vetur

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Gunnar sigraði and­stæðinginn al­blóðugan

Auglýsing