Danski framherjinn Tobias Thomsen skrifaði í dag undir samning hjá KR á ný eftir eins árs stopp hjá Val.

Tobias kom til Íslands fyrir tveimur árum síðan þegar hann samdi við KR eftir að hafa áður leikið með AB í heimalandinu.

Hann skoraði níu mörk í tuttugu leikjum fyrir KR áður en hann samdi við Val síðasta haust.

Með Valsliðinu varð hann Íslandsmeistari en var í hlutverki varaskeifu fyrir Patrick Pedersen.

Skoraði hann aðeins eitt mark í deildinni fyrir Val og það kom einmitt gegn gömlu liðsfélögunum í KR í fyrstu umferðinni.