Leikur Íslands og Venesúela sem hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma í Vínarborg í dag verður tíunda viðureign karlaliðs Íslands gegn andstæðingum frá Suður-Ameríku.

Þá er Venesúela sjöundi mótherji Íslands frá álfunni.

Þetta verður fyrsta viðureign Íslands gegn Venesúela. Áður var Ísland búið að mæta Argentínu, Brasilíu, Bólivíu, Perú, Síle og Úrúgvæ en Ísland hefur aldrei mætt Ekvador, Kólumbíu né Paragvæ.

Karlalandsliðið mætti fyrst Brasilíu af liðunum frá Suður-Ameríku rétt fyrir HM 1994 þar sem Brasilíumenn urðu Heimsmeistarar.

Það var fyrri viðureign Ísland af tveimur gegn Brasilíu sem lauk báðum með sigri Brasilíu á sama ári og Brasilía varð Heimsmeistari. Sú seinni var á vordögum 2002.

Íslenska liðið mætti Bólivíu í æfingaleik á Laugardalsvelli í maímánuði 1994 þar sem eini sigur Íslands á Suður-amerísku liði leit dagsins ljós. Þorvaldur Örlygsson skoraði mark Íslands þann daginn.

Leikir karlaliðs Íslands gegn liðum frá Suður-Ameriku:

04.05.1994 - Brasilía 0-3 Ísland

19.05.1994 - Ísland 1-0 Bólivía, mark Íslands skoraði Þorvaldur Örlygsson

22.04.1995 - Síle 1-1 Ísland, mark Íslands skoraði Arnar Gunnlaugsson.

11.01.2001 - Úrúgvæ 2-1 Ísland, mark Íslands skoraði Þórhallur Örn Hinriksson.

20.01.2001 - Síle 2-0 Ísland

08.03.2002 - Brasilía 6-1 Ísland, mark Íslands skoraði Grétar Rafn Steinsson

15.01.2017 - Ísland 0-1 Síle

27.03.2018 - Perú 3-1 Ísland, mark Íslands skoraði Jón Guðni Fjóluson

16.06.2018 - Argentína 1-1 Ísland, mark Íslands skoraði Alfreð Finnbogason