Körfubolti

Tíu sigurleikir í röð hjá Val

Valskonur unnu tíunda leik sinn í röð í Dominos-deild kvenna þegar þær tóku á móti Stjörnunni í dag en Keflavík og KR unnu sína leiki á sama tíma og halda tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Valsliðið með Helenu innanborðs er óstöðvandi þessa dagana. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Valskonur unnu tíunda leik sinn í röð í Dominos-deild kvenna þegar þær tóku á móti Stjörnunni í dag en Keflavík og KR unnu sína leiki á sama tíma og halda tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Það stefnir allt í harða baráttu á milli þessara þriggja liða um deildarmeistaratitilinn þegar átta umferðir eru eftir af mótinu.

Valsliðið lék fantagóða vörn í dag og hélt Stjörnunni í tuttugu stigum í fyrri hálfleik sem skilaði þeim tuttugu stiga forskoti og úrslitin komin á hreint.

Spennan var heldur meiri þegar Keflavík mætti botnlið Breiðabliks í Kópavogi þar sem Blikar leiddu fyrir lokaleikhlutann en Keflavík tókst að landa sigrinum á lokametrunum.

Blikar eru því búnar að tapa ellefu leikjum í röð.

KR vann fyrr í dag sannfærandi sigur á Borgnesingum þegar Skallagrímur heimsótti KR en gestunum úr Borgarnesi tókst að laga stöðuna og koma muninum niður í sextán stig í lokaleikhlutanum.

Þá mistókst Snæfelli að nýta sér tap Stjörnunnar til að ná forskoti á Garðbæinga í baráttunni um fjórða sætið í dag þegar Snæfell tapaði 67-73 gegn Haukum í Hafnarfirði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Körfubolti

Tuttugu ára bið eftir nýju lagi frá Shaq lokið

Körfubolti

Fjórar breytingar fyrir leikinn gegn Belgíu

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing