Tíu leikmönnum HK tókst að jafna metin á 97. mínútu í 1-1 jafntefli gegn KA eftir að Björn Berg Bryde var vísað af velli um miðbik seinni hálfleiks.

Með sigri í dag hefði KA tryggt veru sína í efstu deild á næsta ári en Grindavík á enn veika von á að ná Akureyringum þegar Grindavík á þrjá leiki eftir.

Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir á upphafsmínútum leiksins og virtist það ætla að duga KA til sigurs þar til Emil Atlason jafnaði metin á 97. mínútu leiksins.

Akureyringar hafa nú leikið fimm leiki í röð án taps í Pepsi Max-deildinni og eru öruggir með sæti sitt ef Grindavík tapar gegn ÍA á Akranesi á morgun.