Körfubolti

Tindastóll og KR hefja leik á föstudaginn

Tindastóll og KR munu leika til úrslita í Dominos-deild karla í körfubolta. Tindastóll lagði ÍR að velli í undanúrslitum og KR hafði betur gegn Haukum. Nú hefur verið ákveðið á hvaða dögum liðin munu leika í úrslitaeinvíginu.

KR-ingar leika gegn Tindastóli í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Fréttablaðið/Ernir

Tindastóll og KR munu leiða saman hesta sína í úrslitum Dominos-deidar karla í körfubolta. Þetta varð ljóst eftir að Tindastóll sló ÍR úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar og KR lagði Hauka að velli í viðureign þeirra í undanúrslitunum. 

Tindastóll og KR mættust í bikarúrslitum á yfirstandandi leiktíð og þar hafði Tindastóll betur og KR-ingar eiga því harma að hefna. Tindastóll hafnaði í þriðja sæti deildarkeppninnar í vetur og KR í því fjórða og Sauðkræklingar eiga því heimaleikjaréttinn í úrslitaeinvíginu. 

Hér að neðan má sjá leikdagana í úrslitaeinvíginu:

Leikur 1 - 20. apríl kl. 19.15 Tindastóll-KR

Leikur 2 - 22. apríl kl. 19.15 KR-Tindastóll

Leikur 3 - 25. apríl kl. 19.15 Tindastóll-KR

Leikur 4 - 28. apríl kl. 19.15 KR-Tindastóll – ef þarf

Leikur 5 - 1. maí kl. 19.15 Tindastóll-KR – ef þarf

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

KR-ingar búnir að semja við Bandaríkjamann

Körfubolti

Hrafn mun þjálfa Álftanes næsta vetur

Körfubolti

Birna Valgerður á leið til Arizona

Auglýsing

Nýjast

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Auglýsing