Körfubolti

Tindastóll og KR hefja leik á föstudaginn

Tindastóll og KR munu leika til úrslita í Dominos-deild karla í körfubolta. Tindastóll lagði ÍR að velli í undanúrslitum og KR hafði betur gegn Haukum. Nú hefur verið ákveðið á hvaða dögum liðin munu leika í úrslitaeinvíginu.

KR-ingar leika gegn Tindastóli í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Fréttablaðið/Ernir

Tindastóll og KR munu leiða saman hesta sína í úrslitum Dominos-deidar karla í körfubolta. Þetta varð ljóst eftir að Tindastóll sló ÍR úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar og KR lagði Hauka að velli í viðureign þeirra í undanúrslitunum. 

Tindastóll og KR mættust í bikarúrslitum á yfirstandandi leiktíð og þar hafði Tindastóll betur og KR-ingar eiga því harma að hefna. Tindastóll hafnaði í þriðja sæti deildarkeppninnar í vetur og KR í því fjórða og Sauðkræklingar eiga því heimaleikjaréttinn í úrslitaeinvíginu. 

Hér að neðan má sjá leikdagana í úrslitaeinvíginu:

Leikur 1 - 20. apríl kl. 19.15 Tindastóll-KR

Leikur 2 - 22. apríl kl. 19.15 KR-Tindastóll

Leikur 3 - 25. apríl kl. 19.15 Tindastóll-KR

Leikur 4 - 28. apríl kl. 19.15 KR-Tindastóll – ef þarf

Leikur 5 - 1. maí kl. 19.15 Tindastóll-KR – ef þarf

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Skallagrímur getur strengt sér líflínu

Körfubolti

Sjötti sigur Vals í röð

Körfubolti

Vilja gefa út handtökuskipun á miðherja Knicks

Auglýsing

Nýjast

Æfingar hafnar á La Manga

Felix Örn aftur til Vestmannaeyja

Sigur gæti fleytt Patreki í milliriðil

Higuain færist nær Chelsea

Gott gengi gegn Makedóníu

Tímamótaleikur hjá Arnóri Þór gegn Makedóníu

Auglýsing