Handbolti

Tímamótaleikur hjá Arnóri Þór gegn Makedóníu

Hornamaðurinn frá Akureyri kemst í 100 landsleikja manna tölu í dag.

Arnór Þór Gunnarsson er markahæstur Íslendinga á HM með 21 mark. Fréttablaðið/EPA

Arnór Þór Gunnarsson leikur sinn 100. landsleik þegar Ísland mætir Makedóníu í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í handbolta í dag. Fái Íslendingar stig gegn Makedóníumönnum komast þeir í milliriðla.

Arnór verður sá fjórði í íslenska HM-hópnum sem nær 100 landsleikjum. Hinir eru Björgvin Páll Gústavsson, Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson. Björgvin Páll er reyndastur í íslenska hópnum með 216 landsleiki.

Arnór, sem er 31 árs, hefur skorað 270 mörk fyrir íslenska landsliðið. Akureyringurinn er markahæsti leikmaður þess eftir fyrstu fjóra leikina á HM 2019 með 21 mark. Hann hefur nýtt 87,5% skota sinna á HM. Arnór skoraði fimm mörk í sigrinum á Japan í gær og var valinn maður leiksins.

Heimsmeistaramótið í Danmörku og Þýskalandi er sjöunda stórmótið sem Arnór leikur á með íslenska landsliðinu. Hans fyrsta stórmót var HM á Spáni 2013.

Arnór er þriðji leikmaðurinn sem kemst í 100 landsleikja klúbbinn á þessu ári. Ólafur Guðmundsson og Rúnar Kárason léku báðir sinn 100. landsleik í aðdraganda HM.

Leikur Íslands og Makedóníu hefst klukkan 17:00 í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Íslandi dugar jafntefli í dag

Handbolti

Hornamennirnir með 12 mörk úr 14 skotum

Handbolti

Arnór Þór valinn maður leiksins

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Auglýsing