Yfirburðir Mercedes voru algjörir um síðustu helgi er sjöfaldi heimsmeistarinn, Sir Lewis Hamilton, hrósaði sigri í Brasilíu og náði að saxa á forystu Max Verstappen, ökuþórs Red Bull Racing sem trónir á toppi stigakeppni ökuþóra.

Aðeins fjórtán stig skilja kappana að og ljóst að um er að ræða baráttu sem fer í sögubækurnar sem ein sú mest spennandi í sögu Formúlu 1.